Hvíld og svefn er börnum nauðsyn svo þau geti notið dagsins og þeirra verkefna sem hann býður upp á. Hvíldarstund er eftir hádegismat og er kyrrðarstund sem börn og starsfólk á saman. Þau börn sem ekki sofa eiga rólega stund ásamt starfsmanni lesa bók eða dunda sér í rólegheitum. Þessi samvera stuðlar að aukinni öryggiskennd og vellíðan barnanna. Í skólanum eru dýnur, lök, koddar og teppi fyrir öll börn. En þau mega gjarnan hafa kúrudýr með sér að heiman og/eða snuð fyrir þau sem það þurfa, sem er geymt hjá sængurfötum þeirra í skólanum. Svefntíminn er ákveðinn í samráði við foreldra.


© 2016 - 2022 Karellen