Karellen

Uppsögn á vistun

Þurfi foreldri að segja upp leikskólavistun fyrir barnið sitt, hvort sem er vegna flutnings í annað sveitafélag eða þegar barn byrjar í grunnskóla, þarf að fylla út þar til gert eyðublað sem hægt er að nálgast hjá leikskólastjóra. Uppsagnarfrestur á leikskólavist er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar.

Breytingar á vistun

Sé óskað eftir breytingu á vistunartíma barns þarf að fylla út þar til gert eyðublað sem má nálgast hjá deildarstjóra viðkomandi deildar eða leikskólastjóra. Eyðublaðinu skal skilað útfylltu og undirrituðu í leikskóla barnsins. Breytingar á vistun miðast við mánaðarmót og þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar.

© 2016 - 2024 Karellen