Karellen
news

Dagur leikskólans 6. febrúar

09. 02. 2024

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í flestum, ef ekki öllum leikskólum landsins þann 6. febrúar síðast liðinn. Á Holtakoti héldum við upp á daginn með því að bjóða börnunum upp á að hafa flæði á milli deilda.

Barnahópnum á hverri deild var skipt upp í hópa og fékk hver hópur að fara í heimsókn á hinar deildarnar. Börnin skemmtu sér konunglega og þótti frábært að fá að fara svona á milli. Í ávaxtastund fengu allir vínber, melónu og eplabita.

© 2016 - 2024 Karellen