Karellen
news

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur

20. 02. 2024

Þá eru þeir bræður Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur komnir og farnir enn á ný með öllu sem því fylgir.

Mánudaginn 12. febrúar héldum við upp á Bolludaginn með því að fá okkur fiskibollur í hádegismatinn og rjómabollur með sultu, rjóma og súkkulaði í kaffitímanum.

Á sprengidag var að sjálfsögðu boðið upp á saltkjöt og baunir, rófustöppu og kartöflumús í hádegismatinn.

Og þá var komið að Öskudeginum góða sem margir voru búnir að bíða spenntir eftir í marga daga. Börn og starfsfólk klæddi sig upp í búninga og eldri deildarnar hittust svo í salnum og þær yngri inni á Mýri til þess að slá köttinn úr tunnunni og hafa gaman saman.

Þegar búið var að slá köttinn úr tunnunni fengu allir lítinn rúsínupakka til að gæða sér á og svo var dansiball og gleði áður en allir héldu aftur á sína deild.

Í hádegismatinn var svo boðið upp á þetta líka fallega regnbogabrauð og regnbogaskyr eins og hefð hefur skapast fyrir á öskudaginn.

© 2016 - 2024 Karellen