Karellen
news

Aðventuferð í Grasagarðinn

19. 12. 2023

Þriðjudaginn 12. Desember fóru eldri börnin á Tröð og öll börnin á Hliði í aðventuferð. Farið var af stað eftir hádegismatinn í rútu, í boði foreldrafélagsins, en leiðin lá í Grasagarðinn í Laugardalnum þar sem markmiðið var að njóta og hafa gaman.

Þegar búið var að ganga aðeins um, skoða og leika sér settust allir niður og fengu sér smá hressingu á kaffihúsinu í Grasagarðinum þar sem þau höfðu fengið aðstöðu til að setjast og næra sig.

Kennararnir höfðu útbúið nesti fyrir börnum sem saman stóð m.a. af ávöxtum, heitu kakói og smákökum, enda tilheyrir það nú í svona jólaferð. Að nestistímanum loknum hlustuðu börnin svo á jólasögu sem kennararnir lásu fyrir þau.

Þegar búið var að nesta sig og lesa var farið að huga að heimferð. Komið var aftur í leikskólann að verða 15.30 eftir skemmtilegan dag í vetrarblíðu.


© 2016 - 2024 Karellen