Karellen
news

Afmælisveisla Blæs bangsa

17. 02. 2023

Miðvikudaginn 1. febrúar var haldin afmælisveisla til heiðurs Blæ bangsa en hann átti einmitt 6 ára afmæli þann daginn. Börnin á öllum deildum útbjuggu litlar afmæliskórónur fyrir litlu hjálparbangsana sína áður en haldið var í söngstund í salnum. Börn og starfsfólk sungu saman afmælissönginn fyrir Blæ og hlustuðu svo á uppáhalds lögin hans Blæs um vináttu.

Eftir söngstundina fóru allir á sína deild og börnin fengu að litla afmælismyndir af Blæ bangsa.

Í samverustund skoðuðu börnin afmælisspjaldið hans Blæs bangsa og veltu fyrir sér hvað væri um að vera á myndinni. Svo veltu þau því fyrir sér hvernig krökkunum liði sem voru á myndinni og afhverju og hvað við gætum gert til að öllum líði vel.


© 2016 - 2024 Karellen