Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2023

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátiðlegur ár hvert þann 16. nóvember en markmið dags íslenskrar tungu er að minna á hversu mikilvæg íslenska tungan er og að gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og hundsins Lubba. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 27 árum eða árið 1996. Með þessu átaki beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Í morgun hittust börnin og starfsfólkið í salnum og héldu upp á dag íslenskrar tungu og afmælið hans Lubba. Elstu börnin sungu fyrir okkur lagið Á íslensku má alltaf finna svar og svo var auðvitað sunginn afmælissöngurinn fyrir Lubba.

© 2016 - 2024 Karellen