Karellen
news

Dagur leikskólans 6. febrúar

17. 02. 2023

Þann 6. febrúar árið 1950 voru fyrstu samtök leikskólakennara stofnuð og því er þessi dagur, dagur leikskólans, haldinn hátíðlegur ár hvert í leikskólum landsins. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Á Holtakoti héldum við upp á daginn með því að fá okkur kleinur og mjólk í morgunkaffi og hafa svo opið flæði á milli deilda og í salnum.

Börnin á Hliði og Tröð fóru í litlum hópum í heimsókn á allar deildar skólans og þótti heldur betur spennandi að fá að kíkja í heimsókn á aðrar deildar. Á hverri deild var eitthvað spennandi að sjá og leika með og í salnum var búið að setja upp þessa líka fínu þrautabraut.

Elstu börnin á Mýri og Seylu fengu líka að fara í heimsókn á eldri deildarnar en voru mis-hrifin af því að flakka svona á milli enda oftast bara best að vera í sínu öryggi þegar maður er lítill. En þau sem fóru í heimsókn á aðrar deildar nutu sín mjög vel að skoða nýtt umhverfi og tala nú ekki um ný leikföng.

© 2016 - 2024 Karellen