Karellen
news

Danskennsla

07. 10. 2022

Í september byrjuðu börnin í danskennslu hjá henni Dagnýju Björk danskennara. Dagný hefur komið til okkar frá því að leikskólinn opnaði með danskennslu í 6 vikur í einu, og nú loksins eftir covid er hún mætt aftur til okkar.

Öll börnin fara í danskennsluna og eru ótrúlega dugleg og fljót að ná tökunum á danssporunum og starfsfólkið skemmtir sér ekkert minna en börnin.

Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og á þessum vikum læra börnin hina ýmsu skemmtilegu dansa og að dansa tvö og tvö saman. Í lokinn verður svo síðasti danstíminn hjá yngri börnunum á Tröð og Mýri tekinn upp á myndband sem verður sýnt á opnu húsi í lok nóvember. Börnin á Hliði ætla hins vegar að bjóða foreldrum sínum upp a danssýningu í síðasta danstímanum sem verður auglýstur síðar þegar nær dregur.

© 2016 - 2022 Karellen