Karellen
news

Holtakot 17 ára

28. 04. 2023

Það var mikil gleði og gaman á Holtakoti í dag þegar leikskólinn okkar fagnaði sínu sautjánda ári. Leikskólinn okkar er kominn á bílprófsaldurinn!

Í tilefni dagsins var ákveðið að hafa búningadag fyrir börnin sem voru mjög hamingjusöm með þá ákvörðun enda ávallt mikil spenna sem fylgir því að fá að mæta í búning í leikskólann.

Börnin á eldri deildunum hittust svo í salnum þar sem var skellt í eitt stykki dansiball, þá var stóri hátalarinn dreginn fram og tónlistin hækkuð í botn.

Yngri börnin hittust inni á Mýri í sama tilgangi, en þar bættu þau um betur og hentu litla hoppukastalanum okkar inn á deild fyrir börnin.

Í kaffitímanum var svo boðið upp á afmælis-skúffuköku, mjólk og ávexti. Að kaffitímanum loknum skelltu svo allir sér út að leika í sólinni.

© 2016 - 2023 Karellen