Karellen
news

Íþróttadagur á Holtakoti

17. 05. 2022

Mánudaginn 16. maí var blásið til íþróttadags á öllum deildum. Stöðvum var komið upp víðsvegar á skólalóðinni og fengu krakkarnir að spreyta sig á hinum ýmsu þrautum. Allir voru mjög áhugasamir og var þetta hin mesta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að veðrið lék við okkur svo það gátu allir verið nokkuð léttklæddir og í strigaskóm. Sjá má á andliti barnanna hversu ánægð og glöð þau voru.

© 2016 - 2022 Karellen