Karellen
news

Jólaball á Holtakoti

18. 12. 2023

Fimmtudaginn 14. Desember var svo komið að jólaballinu okkar. Um morguninn mættu allir í betri fötunum tilbúnir í daginn. Mikil spenna lá í loftinu eins og alltaf þegar eitthvað spennandi er um að vera.

Eldri börnin á Mýri dönsuðu í kringum jólatréð í salnum ásamt börnunum á Tröð og Hliði við undirspil stuðsveitarinnar Fjör.

Yngstu börnin á Seylu og Mýri komu saman inni á Mýri og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð. Kátir jólasveinar kíktu svo í heimsókn á jólaballið í salnum og tóku þátt í fjörinu og ráku aðeins inn nefið hjá yngstu börnunum sem voru nú mishrifin af þessum skrítnu körlum.

Áður en þeir héldu á næsta ball fengu öll börnin gjöf úr pokunum þeirra sem þau fengu að opna og í pakkanum leyndist fallegt vasaljós og jólabók.

Í hádeginu var svo jólaveisla Holtakots. Þá var boðið upp á lambalæri með brúnni sósu, kartöflur, grænar baunir og rauðkál. Á sumum deildum voru sett upp langborð með kertaljósi og kósýheitum til hátíðarbrigða.

© 2016 - 2024 Karellen