Karellen
news

Kennarar frá N Írlandi komu í heimsókn

19. 05. 2022

Í dag komu 3 kennarar frá N Írlandi í heimsókn. Þeir voru á vegum Álftanesskóla vegna Erasmus verkefnis. Þessir kennarar eru að kenna 4-5 ára börnum og fengu að koma og sjá aðbúnaðinn hjá okkur og fræðast um það starf sem við erum með hér á leikskólanum.

Kennararnir voru afar ánægðir með skólann og fannst hann hlýlegur og heimilislegur bragur á öllu.

Það var afskaplega gaman að kynna okkar starf fyrir þeim og fóru þau glöð í bragði að heimsókn lokinni.

© 2016 - 2024 Karellen