Karellen
news

Kynningafundur fyrir foreldra um tillögur að bættu starfsumhverfi leikskóla

13. 11. 2023

Bæjarstjórn Garðabæjar mun fjalla um tillögur að bættu starfsumhverfi leikskóla í bænum á fundi sínum í næstu viku. Tillögurnar byggja á starfi vinnuhóps sem skipaður var stjórnendum í leikskólum, leikskólafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Hann skilaði drögum að tillögum til leikskólanefndar. Leikskólanefnd vann tillögurnar áfram og óskaði meðal annars eftir umsögnum foreldra og starfsfólks um bætt vinnuumhverfi leikskólanna.

Í þessum tillögum eru lagðar til breytingar á leikskólastarfinu sem er ætlað að tryggja það að Garðabær geti haldið áfram að veita foreldrum og börnum góða þjónustu í leikskólum bæjarins, tryggja gæði starfsins og bjóða áfram upp á leikskóladvöl fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Garðabær vill bæta enn frekar skipulag og starfsumhverfi leikskóla þannig að tryggja megi stöðugleika í starfinu, farsæld barna og vellíðan starfsfólks. Samhliða þessum breytingum verður farið í sérstakt átak til að fjölga starfsfólki í leikskólum Garðabæjar.

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur tillögurnar frekar þá bendum við á að:

Hér má lesa tillögurnar og rökstuðning með þeim í fundargerð og fundargöngum bæjarráðs: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=e34_cT1_0CBXLpngDadgg1&text=

Hér má lesa spurt og svarað skjal um tillögurnar: https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla...

Garðabær mun einnig bjóða upp á kynningarfundi fyrir foreldra þegar bæjarstjórn hefur fjallað um málið.

Þrjár tímasetningar eru í boði og er nauðsynlegt að skrá sig hér: https://forms.office.com/e/iVx1LenKc7

© 2016 - 2024 Karellen