Karellen
news

Mömmu og ömmu kaffi

09. 02. 2024

Föstudaginn 9. febrúar var ömmu og mömmu kaffi á Holtakoti í tilefni af bolludeginum næstkomandi mánudag. Ömmum og mæðrum barnanna í leikskólanum var boðið upp á rjómabollur með súkkulaði og glassúr, rjúkandi kaffisopa og hrökkbrauð með smjöri og osti í morgunmat.

Börnin voru alsæl með heimsóknina enda alltaf gaman að brjóta upp rútínuna vikunnar og fá góða gesti í heimsókn og gestirnir virtust ekki síður ánægðir með heimboðið.

Börnin voru búin að búa til blóm sem þau gáfu svo mæðrum sínum þegar þær fóru heim saddar og sælar eftir kræsingarnar.

© 2016 - 2024 Karellen