Karellen
news

Útskrift elstu barnanna

17. 05. 2023

Sjálfsmyndir af útskriftarhóp Holtakots vorið 2023

Miðvikudaginn 17. maí var útskriftarhátíð elstu barnanna okkar sem eru að hefja skólagöngu næsta haust. Þetta var hátíðsdagur og mikill spenningur í barnahópnum. Foreldrum útskriftarbarnanna var boðið að vera viðstödd athöfnina. Börnin byrjuðu á því að syngja nokkur lög fyrir gestina og stóðu sig með einstakri prýði.

Börnin byrjuðu á því að syngja nokkur lög fyrir gestina og stóðu sig með einstakri prýði. Öll fengu þau svo afhent útskriftarskjal, rós og hópmynd af útskriftarhópnum. Foreldrafélagið færði börnunum sundpoka merkta með nafni hvers barns að gjöf og að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi, djús, kleinur og ávexti.

© 2016 - 2023 Karellen