Karellen
news

Útskriftarferð elstu barnanna í boði Lions manna

05. 05. 2022

Þriðjudaginn 3. apríl lögðu elstu börnin okkar land undir fót sem leið lá í Borgarfjörðinn ásamt fríðu föruneyti. Lions menn á Álftanesi hafa staðið fyrir útskriftarferð fyrir elsta árgang barnanna á Holtakoti og Krakkakoti síðustu árin og þetta árið var engin undantekning. Þó að veðrið hafi ekki endilega leikið við ferðalangana þennan daginn og allir orðið frekar blautir eftir daginn var ferðin samt frábær.

Lagt var af stað frá Álftanesinu kl. 9.30. Fyrsta stopp var á sumarhúsalóð félagsmanns Lions sem opnaði dyr sínar fyrir börnunum og starfsfólkinu. Þar var farið í leiki, sungið, sprellað og spjallað. Allir fengu svo grillaðar pylsur og safa í hádegismatinn.

Eftir hádegi var haldið að Geitabúinu að Háafelli þar sem börnin fengu að halda á kiðlingum og lömbum og skoða hænurnar á bænum.

Áður en haldið var heim á leið fengu allir muffins kökur og safa. Margir voru þreyttir en alsælir eftir daginn og tóku sér smá kríu á leiðinni í bæinn eftir blauta en góða útiveru dagsins.

Við þökkum Lions mönnum kærlega fyrir frábæran og vel skipulagðan dag.


© 2016 - 2024 Karellen